Um SI Raflagnir

Vantar þig rafvirkja?SI RAF

Um fyrirtækið

Fyrirtækið var stofnað af Sigurði Ingvarssyni og eiginkonu hans Kristínu Erlu Guðmundsdóttir árið 1969 undir nafninu Raflagnavinnustofa Sigurðar Ingvarssonar. Fyrstu árin var fyrirtækið starfrækt í bílskúrnum við heimili þeirra hjóna eða allt til ársins 1982.

Árið 1982 byggðu þau húsnæði undir reksturinn að Heiðartúni 2 í Garði og árið 1983 opnuðu þau verslun í sama húsnæði. Þar voru seld m.a. heimilistæki frá SIEMENS og FAGOR og einnig raflagnaefni, ljós, gjafavörur,sportvörur og skólavörur.

Árið 2006 var fyrirtækinu breytt í einkahlutafélag og fékk þá nafnið S.I.raflagnir ehf. Sama ár var verslunin flutt að Hafnargötu 61 í Reykjanesbæ.

Þann 29. ágúst 2014 flutti SI raflagnir starfsemi sína að Iðngörðum 21 í Garði.
SI raflagnir eru einnig með útibú að Skemmuvegi 4A í Kópavogi.

Á þessum rúmlega 50 árum hefur fyrirtækið vaxið úr því að vera bílskúrsfyrirtæki með 4-5 manns í vinnu í öflugt fjölskyldufyrirtæki með 30 – 40 manns í vinnu þegar mest var.

Við búum því yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði raflagna. Það er markmið fyrirtækisins að bjóða upp á alhliða þjónustu á sviði raflagna.

Sigurður Ingvarsson og Kistín Erla Guðmundsdóttir eru helstu hluthafar.

Aðrir hluthafar eru Halldóra Jóna Sigurðardóttir framkvæmdarstjóri ,Ólafur Róbertsson, Guðlaug Helga Sigurðardóttir  og Elías Líndal Jóhannsson en þau starfa einnig öll hjá fyrirtækinu.

15. September 2017 hættum við rekstri verslunarinnar í Keflavík og snerum okkur alfarið að rekstri tengdum rafverktöku.

SI raflagnir eru einnig aðilar að Bergraf ehf.

um-okkur02
um-okkur03
um-okkur01

Eigendur

Sigurður Ingvarsson
Sigurður Ingvarsson
Rafvirkjameistari
Kristín E Guðmundsdóttir
Kristín E Guðmundsdottir
Bókhald
Halldóra Jóna Sigurðardóttir
Halldóra Jóna Sigurðardóttir
Framkvæmdarstjóri
Ólafur Róbertsson
Ólafur Róbertsson
Rafvirki
Guðlaug H Sigurðardóttir
Guðlaug Helga Sigurðardóttir
Gjaldkeri
Elías Líndal
Elías Líndal
Raffræðingur