Það að vera framúrskarandi er ekki bara tölur á pappír. Heldur er það fyrst og fremst okkar frábæra starfsfólki að þakka og þeirri miklu vinnu sem starfsfólk okkar leggur á sig á hverjum degi fyrir viðskiptavina okkar og fyrirtækið. Þannig sköpum við traust á milli viðskiptavinarins og fyrirtækisins.
Þau fyrirtæki sem hljóta þessa viðurkenningu þurfa að uppfylla ströng slkilyrði sem Creditinfo setur upp.
Við hjá SI raflögnum höfum á að skipa framúrsarandi starfsfólki og höfum alla tíð haft traust og heiðarleika að leiðarljósi í rekstri fyrirtækisins. Við erum ákaflega stolt af því að vera framúrskarandi.